Skip to content

Á meðan þú bíður

Þinn tími er dýrmætur – nýtum hann vel.

Sérsniðnar meðferðir,  á meðan að liturinn bíður í hárinu, gerðar af snyrtifræðingum okkar á Spainu.

 

Litun og plokkun (með eða án hitamaska)

 • Plokkun eða vax á augabrúnir
 • Litun á augnhár
 • Litun á augnhár og plokkun
 • Litun á augnhár, brúnir og plokkun
 • Litun á brúnir og plokkun
 • Litun og plokkun og hitamaski

Sjá verð

Hendur

Létt handsnyrting er í boði á meðan þú bíður. Neglur eru þjalaðar og naglabönd snyrt. Hendur eru nuddaðar með nærandi kremi.

 • Létt handsnyrting 30 mín
 • Létt handsnyrting og lökkun 45 mín

Sjá verð

Fætur

Á meðan þú bíður eru í boði létt fótsnyrting annars vegar og létt fótaaðgerð hinsvegar. Í fótsnyrtingu þjalar snyrtifræðingur neglur og snyrtir naglabönd. Hörð húð er fjarlægð og fætur nuddaðir með kremi. Í fótaaðgerð eru neglur klipptar og lagaðar til, hörð húð fjarlægð og fætur nuddaðir með nærandi kremi. Auk þess vinnur fótaaðgerðafræðingur á fótameinum eins og miklu siggi, líkþornum, niðurgrónum nöglum o.fl. ásamt því að gefa ráðleggingar hvernig best sé að viðhalda heilbrigði fótanna. Þegar komið er í létta fótsnyrtingu eða fótaaðgerð þá ákveður viðskiptavinur hvað hann vill leggja áherslu á, t.d. neglur, sigg eða einhver vandamál.

 • Létt fótsnyrting 30 mín
 • Létt fótsnyrting með lökkun 45 mín
 • Létt fótaaðgerð 30 mín
 • Létt fótaaðgerð með lökkun 45 mín

Sjá verð

Vaxmeðferðir

Snyrtifræðingurinn fer með þér yfir hvaða vaxmeðferðir  er hægt að taka á þeim tíma sem þú hefur.

Sjá verð